9. mar. 2008

ARNAR TRYGGVASON | 15. mars





ARNAR TRYGGVASON
myndlistarsýning
15.-16. mars

Laugardaginn 15. mars kl. 14:00 opnar Arnar Tryggvason myndlistarsýningu í Populus tremula.

Þetta er önnur einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Verkin á sýningunni eru tölvuunnar ljósmyndir, bleksprautuprentaðar á striga.

Myndverk Arnars hafa vakið verðskuldaða athygli enda sýnir hann ljósmyndir af húsum, götum og landslagi sem er ekki til – ljósmyndir af hugarheimi.
Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda sem Arnar bútar niður og raðar saman upp á nýtt – byggir ný hús og mótar nýtt landslag. Og þrátt fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um, komið í þessi hús.

Velkomin í ferðalag um framandi heimaslóðir.