17. des. 2007

ÁRAMÓTAUPPGJÖR | 29.12.


HLJÓMSVEIT HÚSSINS
Tónleikar 29. 12.
ÁRAMÓTAUPPGJÖR

Laugardagskvöldið 29. desember kl. 22:00 fer fram fjórða áramótauppgjör Populus tremula. Þar mun hljómsveit hússins ásamt góðum gestum gera upp árið með því að leika úrval laga eftir snillingana Cornelis Vreeswijk, Tom Waits, Megas, Nick Cave og Leonard Cohen.

Hljómsveitin verður þannig skipuð: Arnar Tryggvason, Atli Hafþórsson, Baldur Heiðar Sigurðsson, Bárður Heiðar Sigurðsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Kristján Pétur Sigurðsson.

Húsið verður opnað kl. 21:30 og aðgangur er ókeypis að vanda.
Engar veitingar í boði en malpokar leyfðir.