10. des. 2007

KARINE SEROR | 15. des.
ÞRÆDDIR STÍGAR
Karine Seror
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 15. desember kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Þræddir stígar í Populus tremula. Þar sýnir franska myndlistarkonan Karine Seror verk sem hún vann á ferðalagi um fyrrum Júgóslavíu. Þegar líða tók á ferðalagið dró Karine saumadót og ýmislegt fleira upp úr töskunni og skráði ferðasöguna í myndmáli, þræddi stíga.
Einnig opið sunnudaginn 16. desember kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.