15. okt. 2007

Baldvin Ringsted | 20. okt.
Laugardaginn 20. október kl. 14:00 opnar Baldvin Ringsted myndlistarsýninguna Xenochrony í Populus tremula.

Í innsetningum sínum vinnur Baldvin út frá reynslu sinni sem tónlistarmaður og kannar tengslin milli tilrauna í tónlist, menningarsögu og iðnþróunar. Í tilefni af sýningunni gefur Populus tremula út bókverkið Drums eftir Baldvin.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. okt. kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.