15. ágú. 2007

Leonard Cohen | 25.8.
MIÐNÆTURTÓNLEIKAR Í POPULUS TREMULA

Laugardagskvöldið 25. ágúst mun HÚSBAND POPULUS TREMULA halda tónleika þar sem flutt verða lög og ljóð eftir kanadíska meistarann LEONARD COHEN.

Hljómsveitina skipa Arnar Tryggvason, Atli Hafþórsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Kristján Pétur Sigurðsson.

Húsið verður opnað á miðnætti en tónleikarnir munu hefjast að lokinni dagskrá Akureyrarvöku í miðbænum, um hálfeittleytið.

Ókeypis aðgangur – malpokar leyfðir.