13. maí 2007

ÓÐUR TIL ÞAGNAR | 19.-20. maí
Laugardaginn 19. maí kl. 14:00 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýninguna Óður til þagnar í Populus tremula. Sýningin er innsetning með lágmyndum úr tré. Gamli rokkarinn segir að fjölmargir söngvarar geti rennt sér upp á hið háa C en kunni ekki endilega það sem mikilvægara er – að þegja. Nú er þögnin lofuð.

Einnig opið sunnudaginn 20. maí kl. 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi