18. mar. 2007

ROKK ER BETRA | 23. marsTRÚBADÚRKVÖLD Kristjáns Péturs

Föstudaginn 23. mars kl. 22:00 mun Kristján Pétur Sigurðsson halda tónleika í Populus tremula. Kristján leikur og syngur eigin lög og texta, einn og með liðsauka frá hljómsveit hússins og Örnu Valsdóttur. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bók með textum Kristjáns Péturs sem fáanleg verður á staðnum. Húsið verður opnað kl. 21:30 og aðgangur er ókeypis. Malpokar leyfðir