4. mar. 2007

Bóksala Populus tremula


Eins og kunnugt er hefur Populus tremula gefið út tvö bókarkver á síðustu vikum og fleiri eru væntanleg.
Þegar eru komnar út bækur með ljóðum eftir Jón Laxdal Halldórsson og Textakver eftir Guðmund Egil Erlendsson.

Bækurnar eru gefnar út í litlu upplagi, aðeins 100 eintök, sem öll eru tölusett og árituð af höfundum.

Enn er hægt að eignast eintök af útgefnum bókum á litlar 1.000 krónur. Til að nálgast bækurnar er besta leiðin að senda tölvupóst til Sigurðar Heiðars Jónssonar, sheidar@simnet.is eða Aðalsteins Svans Sigfúsonar, adalsteinn.svanur@simnet.is.

Á allra næstu vikum munu svo m.a. koma út bækur með kveðskap Kristjáns Péturs Sigurðssonar annars vegar og Guðbrands Siglaugssonar hins vegar og sitthvað fleira er á teikniborðinu.

Látið ekki happ úr hendi sleppa!