15. apr. 2007

PERFORMATIVE PAINTING | 21.-22.4.
Nelli Penna og Tuomo Nevalainen

Laugardaginn 21. apríl kl. 14:00 opna Nelli Penna og Tuomo Nevalainen, skiptinemar við Myndlistaskólann á Akureyri, sýningu í Populus tremula. Þar bjóða þau gestum að taka þátt í listsköpun sinni og mála. Sýningin fjallar um einstaklinginn, sjálfstæði hans og þátttöku í menningu, listum og málverki.
Sýningin verður einnig opin milli kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 22. apríl.