11. apr. 2007

. . . að varpa ljósi á Populus tremula | 14.4.Arna Valsdóttir varpar ljósi á Populus tremula

Laugardaginn 14. apríl kl. 14:00 opnar Arna Valsdóttir myndlistarsýningu í Populus tremula. Sýning Örnu er sjálfstætt framhald af ferilverki þar sem hún vinnur með ljósinnsetningar í rými. Hún vinnur með hvert rými eins og það mætir henni og skoðar hvernig ljósið dregur fram sérkenni þess og eiginleika.
Sýningin verður einnig opin milli kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 15. apríl.
Aðeins þessi eina helgi.