Páskar í Populus 2007




Mikið verður um dýrðir í Populus tremula um páskana.
HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON – MYNDLIST
Helgi Þorgils Friðjónsson, einn virtasti listarmaður þjóðarinnar, mun halda myndlistarsýningu sem hann vann sérstaklega af þessu tilefni. Sýning Helga verður opnuð á skírdag kl. 14:00 og stendur alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.
Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókarkver með verkum eftir Helga Þorgils sem fáanlegt verður á staðnum. Bókin er gefin út í 100 tölustettum og árituðum eintökum.
GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON – TRÚBADÚRKVÖLD
Að kvöldi laugardagsins 7. apríl kl. 22:00 mun Guðbrandur Siglaugsson halda tónleika í Populus tremula þar sem hann flytur eigin lög og kvæði. Guðbrandur á að baki langan feril sem skáld og tónlistarmaður og hefur haldið myndlistarsýningar.
Í tilefni af tónleikunum gefur Populus tremula út bók með kvæðum Guðbrands í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Bókin verður fáanlega á staðnum. Aðgangur er ókeypis og húsið verður opnað kl. 21:30.
Þetta verða fimmtu trúbadúrtónleikarnir í Populus tremula á þessum vetri og bók Guðbrands sú fimmta sem félagið gefur út síðan um áramót.
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON – AFMÆLISSÝNING Í DEIGLUNNI
Á vegum Gilfélagsins heldur Aðalsteinn Svanur Sigfússon, félagi í Populus tremula, myndlistarsýningu í Deiglunni um páskana. Sýningin verður opnuð laugardaginn 7. apríl kl. 14:00. Sýninguna kallar höfundur „Tíminn snýst eins og jörðin“.
Á sýningunni verða bleksprautuprentaðar ljósmyndir og er þessi sýning haldin í tilefni af því að um páskana eru liðin 25 ár síðan Aðalsteinn opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu. Sýningin mun standa til 15. apríl.
<< Home