6. maí 2007

ÁSTARÖRLAGANNA ÞJÁNINGARFULLA SÆLUVÍMA | 12.5.
Laugardaginn 12. maí kl. 14:00 opnar Jón Garðar Henrysson myndlistarsýninguna Ástarörlaganna þjáningarfulla sæluvíma í Populus tremula.

Daglega birtast okkur alls kyns frummyndir lífsgleðinnar og þá reynir á þolrifin að þreyta lífsgönguna. En sem betur fer eigum við þolplast og önnur hjálparmeðul til þess að vefja okkur gegn vindum og votviðri lífsins. Línuteikningar og sjálfshjálparlesefni um kærleikans villigötur og breiðstræti mynda síðan kjarna sýningarinnar.

Einnig opið sunnudaginn 13. maí kl. 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi.