28. apr. 2007

JÓNAS SVAFÁR | 3. MAÍ



Fimmtudagskvöldið 3. maí kl. 21:00 verður bókmenntakvöld í Populus Tremula. Fjallað verður um atómskáldið góða Jónas Svafár, lesið úr verkum hans og myndum hans varpað á veggi. Full ástæða er til að skáldið Jónas Svafár falli ekki í gleymskunnar dá, því höfundarverk hans, þótt ekki sé mikið að vöxtum, hefur haft meiri áhrif á íslenska nútímaljóðlist en margan grunar.

Húsið verður opnað kl. 20:30 | Ókeypis aðgangur | Malpokar leyfðir