21. maí 2007

JÖKULHLAUP | 26.-28. maí

sett hefur verið upp vefsíða um sýninguna og þá félaga á slóðinni: http://www.fortin-malinowski.blogspot.com/
Laugardaginn 26. maí kl. 14:00 opna kanadísku myndlistarmennirnir Robert Malinowski og Paul Fortin myndlistarsýninguna Jökulhlaup í Populus tremula. Á sýningunni, sem markar lok starfsársins hjá Populus tremula, verða teikningar og málverk sem listamennirnir hafa ýmist unnið hvor í sínu lagi eða saman. Robert og Paul dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir.

Sýningin verður einnig opin milli kl. 14:00 og 17:00 á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu.