28. maí 2007

TAKK AÐ SINNI


Þriðja starfsári Populus tremula er lokið. Á starfsárinu stóð félagið fyrir hátt á fjórða tug menningarviðburða og gaf út 5 bækur. Félagarnir í Populus færa sínar bestu þakkir öllum þeim listamönnum sem komið hafa fram, sýnt eða gefið út verk sín sem og öllum þeim fjölmörgu gestum sem sóttu viðburði félagsins. Og ekki síst styrktaraðilum félagsins.
Populus boðar kröftuga endurkomu á Akureyrarvöku í lok ágúst.
Takk fyrir veturinn – njótið sumarsins.