26. júl. 2007

Skrokkabandið | 3. ágústFöstudagskvöldið 3. ágúst kl. 22:00 mun SKROKKABANDIÐ (Kristján Pétur Sigurðsson og Haraldur Davíðsson) flytja 20 frumsamin lög í DEIGLUNNI í LISTAGILINU.

Tilefnið er að hartnær 20 ár eru liðin frá því Kristján Pétur og Haraldur hófu samspil.
Undanfarin ár hafa þeir þó lítið sem ekki sinnt SKROKKABANDINU, bæði vegna anna við annað og ákaflega dreifðrar búsetu. Ekki er loku fyrir það skotið að góðir menn muni aðstoða þá í nokkrum lögum.

Deiglan 3. ágúst kl. 22:00, aðgangseyrir 1.000 krónur.