13. ágú. 2007

Walter Laufenberg | 16. 8.
Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 20:00 verður kvöldstund með þýska rithöfundinum Walter Laufenberg í Populus tremula. Þar mun hann kynna sig og fjalla lítillega um verk sín. Lesin verður smásaga eftir hann í íslenskri þýðingu og Hjörleifur Hjartarson mun syngja vinsæla söngva við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi á þýsku í þýðingu Walters.
Í lokin gefst gestum kostur á að spjalla við rithöfundinn og spyrja hann spjörunum úr.

Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir