19. nóv. 2007

SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI | 24.11.
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI
BÓKMENNTAKVÖLD
Hjálmar Stefán Brynjólfsson

Laugardaginn 24. nóvember kl. 21:00 verður flutt dagskrá um listaskáldið Davíð Stefánsson í Populus tremula. Dagskráin er í umsjón Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar sem hefur kynnt sér skáldið ítarlega á undanförnum árum og mun gera Davíð og skáldskap hans skil; áhrifum hans og stöðu í íslenskum bókmenntum, fyrr og nú.

Húsið verður opnað kl. 20:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.