28. jan. 2008

...FJALLAVÖTNIN FAGURBLÁ | 2. feb.


ÞAU MINNA Á FJALLAVÖTNIN FAGURBLÁ
Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og
Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun
FYRIRLESTUR OG TÓNLISTARFLUTNINGUR

Laugardaginn 2. febrúar kl. 21:30 flytja Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) dagskrána „Þau minna á fjallavötnin fagurblá“ í Populus tremula.

Þar fjallar Kristín um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta 20. aldar og Heiða flytur lög sem fjallað er um í fyrirlestrinum. Í fyrirlestrin­um er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlagatextum, hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið til.

Húsið verður opnað kl. 21:00 – malpokar leyfðir. Aðgangur ókeypis.