17. mar. 2008

PÁSKAR Í POPULUS 2008
Um páskahelgina verða kandískir gestir í öndvegi í Populus með margháttaða starfsemi.

>>>MYNDLIST – ROBERT MALINOWSKI/PAUL FORTIN
Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadísku listamennirnir Robert Malinowski og Paul Fortin myndlistarsýninguna A Small Plot of Land í Populus tremula. Þetta er annað árið í röð sem Paul og Robert heiðra okkur með nærveru sinni og vöktu verðskuldaða athygli í fyrra. Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.

>>>BÓKVERK - ROBERT MALINOWSKI/PAUL FORTIN
Um leið kemur út bókverkið Somwhere Near Here eftir þá félaga, gefið út af Populus tremula, að vanda í takmörkuðu upplagi.

>>>MYNDLIST – ERIN GLOVER Í BOXINU
Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadíska listakonan Erin Glover innsetninguna A Forest for Iceland í Gallery BOX. Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.

>>>TÓNLIST O.FL. – PAUL FORTIN
Föstudaginn 21. mars (föstudaginn langa) kl. 21:00 verður tónlistaruppákoma á vegum Pauls Fort­in í Populus tremula. Flutt verður rafræn tónlist ásamt hljóð- og myndbandasýningu fram eftir kvöldi. Allt getur gerst. Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.