21. apr. 2008

HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR | 25. apríl

HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR
Kvöldskemmtun 25. apríl
SUKKSKINNA

Föstudaginn 25. apríl kl. 21:00 mun hljómsveitin góða Helgi og Hljóðfæraleikararnir halda kvöldskemmtun í Populus tremula. Boðið verður upp á upplestur og tónleika; sérleg vinahljómsveit H&H mun reka inn nefið.

Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina Sukkskinnu, þar sem skráðar eru sögur úr 20 ára ferli hljómsveitarinnar í máli og myndum. Bókin er gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum og kostar aðeins 1.000 kr.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.