14. apr. 2008

SJÓNVIT | 19. APRÍL


SJÓNVIT 19-20. APRÍL
Joris Rademaker
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 19. apríl kl. 14:00 opnar Joris Rademaker myndlistarsýninguna Sjónvit í Populus tremula. Þar sýnir Joris verk sem unnin eru á 20 ára tímabili, frá 1988 til dagsins í dag, í mismunandi tækni og víddum.

Joris Rademaker var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006. Hann hefur sýnt reglulega, allt frá 1993, á Akureyri og víðar.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.