11. maí 2008

SÖNGVAR | OPIÐ HÚS | 17.5.


OPIÐ HÚS
17.5. kl. 14:00-17:00

Laugardaginn 17. maí kl. 14:0-17:00 verður opið hús í Populus tremula. Þar kynna félagsmenn starfsemina, m.a. bókaútgáfu félagsins sem stendur með miklum blóma.

SÖNGVAR
trúbadúrkvöld
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Sama kvöld kl. 21:00 mun söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon standa fyrir trúbadúrkvöldi í Populus tremula. Þar flytur Aðalsteinn Svanur eigin lög við kvæði sín og föður síns, Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðavík. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina SÖNGVAR með kvæðum þeirra feðga.
Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.