27. apr. 2008

BÓKAÚTGÁFA POPULUS TREMULA

Hér að neðan er listi yfir þau bókverk sem Populus tremula hefur gefið út frá því útgáfustarfsemi hófst í febrúar 2007.
Tvær bækur til viðbótar eru fyrirhugaðar í vor.

Öll þessi verk eru gefin út í 100 tölusettum eintökum hvert, árituðum af höfundum og seld fyrir kostnaði á 1000 kr. Ekkert verkanna er uppselt, en aðeins örfá eintök eru eftir af nokkrum þeirra. Hægt er að gerast áskrifandi að bókverkum frá Populus.

Þá sem kann að langa til að eiga ritröðina í heild, eða einstök verk, hvetjum við til að hafa samband og láta taka frá fyrir sig það sem þá langar að eignast í ritröðinni. Bækurnar er hægt að nálgast hvenær sem opið er í Populus tremula, eða með því að hafa samband við einhvern af okkur Populusfélögum. Tölvupóst má t.d. senda til Aðalsteins Svans: adalsteinn@uppheimar.is eða Sigurðar Heiðars: sheidar@simnet.is.


BÓKVERKALISTI:

Jón Laxdal Halldórsson, kvæði
TexTa(H)veR, Guðmundur Egill
Rokk er betra, Kristján Pétur
Helgi Þorgils Friðjónsson, dúkristur
Guðbrandur Siglaugsson, kvæði
Skimað út, Gunnar M.G.
The Drums, Baldvin Ringsted
Úr dagbók Rúdólfs Rósenberg, Sigurður Heiðar Jónsson
Tveir skuggar, Helgi Þórsson
mónólógar, Þorvaldur Þorsteinsson
Smit, Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Somewhere Near There, Paul Fortin/Robert Malinowski
Sukkskinna, Helgi og Hljóðfæraleikararnir