12. sep. 2008

ÞÉTT MENNINGARHELGI!


Helgina 19.-21. september verður mikið um að vera í Populus og á okkar vegum.

Föstudaginn 19. heldur Hið Aðallega Skrokkaband tónleika kl. 22:00
Laugardaginn 20. halda trúbadorarnir Aðalsteinn Svanur og Hjálmar Guðmundsson tónleika kl. 22:00
Sunnudaginn 21. verður farin 10. Ljóðagangan, nú að Hálsi í Eyjafarðarsveit.

þessir viðburðir eru allri kynntir nánar hér að neðan.

LJÓÐAGANGAN 2008 | 21. sept.Sunnudaginn 21. september verður farin tíunda Ljóðagangan í boði Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins og Populus tremula.

Að þessu sinni verður farið að Hálsi í Eyjafjarðarsveit og skógræktin þar kynnt.

Fjölbreytt ljóðadagskrá í tali og tónum; ketilkaffi að hætti skógarmanna.
Farið verður með rútu frá Amtsbókasafninu kl. 13:30 og áætlað að koma til baka um kl. 17:30.
Engin gjaldtaka.

SKROKKABANDIÐ | 19. sept.Föstudagskvöldið 19. september kl. 22:00 mun Hið Aðallega Skrokkaband, sem er eins og alltaf skipað Populusmanninum Kristjáni Pétri Sigurðsyni söngvara og Haraldi Davíðssyni gítarleikara og söngvara, spila þó nokkur af sínum eigin lögum í Populus Tremula.

Kristján Pétur og Haraldur hafa spilað saman með hléum í rúmlega 20 ár og eru alltaf jafn ferskir.

Húsið verður opnað kl. 21:30
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir

10. sep. 2008

TRÚBADORAR TVEIR | 20. sept.Laugardaginn 20. september kl. 22:00 munu þeir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Hjálmar Guðmundsson halda tónleika í Populus tremula.

Hjálmar Guðmundsson er upprennandi tónlistarmaður og stígur nú fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn sem trúbador.
Skáldið og myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Svanur hefur fengist við lagasmíðar síðustu ár.
Báðir flytja þeir eigin lög og texta með sínu nefi.

Húsið verður opnað kl. 21:30.
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

1. sep. 2008

UNDIR ÁÞJÁN | 5. sept. 08


UNDIR ÁÞJÁN
ljóðakvöld
UMSJÓN: JÓN LAXDAL OG SÓLVEIG HRAFNSDÓTTIR

Föstudaginn 5. september kl. 21:00 verður flutt ljóðadagskráin UNDIR ÁÞJÁN í Populus tremula.
Dagskráin er unnin og flutt af þeim Jóni Laxdal og Sólveigu Hrafnsdóttur.

Kynnt verða skáld sem ort hafa undir áþján – pólitískri eða hugmyndafræðilegri kúgun og ofbeldi – skáld sem ýmist voru fangelsuð eða dæmd til útlegðar.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis, malpokar leyfðir.