12. sep. 2008

SKROKKABANDIÐ | 19. sept.Föstudagskvöldið 19. september kl. 22:00 mun Hið Aðallega Skrokkaband, sem er eins og alltaf skipað Populusmanninum Kristjáni Pétri Sigurðsyni söngvara og Haraldi Davíðssyni gítarleikara og söngvara, spila þó nokkur af sínum eigin lögum í Populus Tremula.

Kristján Pétur og Haraldur hafa spilað saman með hléum í rúmlega 20 ár og eru alltaf jafn ferskir.

Húsið verður opnað kl. 21:30
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir