10. sep. 2008

TRÚBADORAR TVEIR | 20. sept.Laugardaginn 20. september kl. 22:00 munu þeir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Hjálmar Guðmundsson halda tónleika í Populus tremula.

Hjálmar Guðmundsson er upprennandi tónlistarmaður og stígur nú fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn sem trúbador.
Skáldið og myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Svanur hefur fengist við lagasmíðar síðustu ár.
Báðir flytja þeir eigin lög og texta með sínu nefi.

Húsið verður opnað kl. 21:30.
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.