1. sep. 2008

UNDIR ÁÞJÁN | 5. sept. 08


UNDIR ÁÞJÁN
ljóðakvöld
UMSJÓN: JÓN LAXDAL OG SÓLVEIG HRAFNSDÓTTIR

Föstudaginn 5. september kl. 21:00 verður flutt ljóðadagskráin UNDIR ÁÞJÁN í Populus tremula.
Dagskráin er unnin og flutt af þeim Jóni Laxdal og Sólveigu Hrafnsdóttur.

Kynnt verða skáld sem ort hafa undir áþján – pólitískri eða hugmyndafræðilegri kúgun og ofbeldi – skáld sem ýmist voru fangelsuð eða dæmd til útlegðar.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis, malpokar leyfðir.