12. sep. 2008

LJÓÐAGANGAN 2008 | 21. sept.Sunnudaginn 21. september verður farin tíunda Ljóðagangan í boði Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins og Populus tremula.

Að þessu sinni verður farið að Hálsi í Eyjafjarðarsveit og skógræktin þar kynnt.

Fjölbreytt ljóðadagskrá í tali og tónum; ketilkaffi að hætti skógarmanna.
Farið verður með rútu frá Amtsbókasafninu kl. 13:30 og áætlað að koma til baka um kl. 17:30.
Engin gjaldtaka.