23. jan. 2012

ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON SÝNIR 28.-29. JAN.







Laugardaginn 28. janúar kl. 14.00 mun Þrándur Þórarinsson opna málverkasýningu í Pop­ulus Tremula.

Á sýningunni verða ný olíumálverk. Þrándur Þórarinsson er fæddur 1978. Hann stundaði nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands og sitthvort árið í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og málaradeild Listaháskóla Íslands.

Þrándur sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum þjóðernisrómantíkur, barokks og endurreisnar.

Þetta er sjötta einka­sýning Þrándar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir verk sín, sem að þessu sinni eru til sölu.

Einnig opið sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

NÁTTFARI OG HELLVAR | TÓNLEIKAR 27. JAN.







Föstudaginn 27. janúar kl. 22.00 munu hljómsveitirnar NÁTTFARI og HELLVAR halda tónleika í Pop­ulus Tremula.

Hellvar og Náttfari eru að fylgja eftir breiðskífum sínum, ,,Stop That Noise” og ,,Töf” sem komu út í haust, en þær hafa báðar endað á árslistum tónlistargagnrýnenda yfir bestu plötur ársins 2011.

---

Á síðustu stundu forfallaðist Náttfari. Til að fylla skarðið mættu hljómsveitirnar Myrká og Helgi og hljóðfæraleikararnir, eins og myndirnar sýna.

Húsið verður opnað kl. 21.30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir

16. jan. 2012

CLOSE HORIZONS H 21.-22. jan.






CLOSE HORIZONS
ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR OG ERWIN VAN DER WERVE


Laugardaginn 21. janúar kl. 14.00 munu listamennirnir Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve opna sýninguna CLOSE HORIZONS í Populus Tremula.

Á sýningunni verða vídeó og teikningar eftir listamennina, sem dvelja nú í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Sjá nánar: www.solla.org – www.erwinvanderwerve.nl

Eiinig opið sunnudaginn 22. janúar kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

15. jan. 2012

KRISTJÁN PÉTUR | tónleikar í Reykjavík 20. jan.


Föstudagskvöldið 20.janúar kl. 22.00 mun Kristján Pétur Sigurðsson, bæði einn og óstuddur og í kompaníi við Harald Davíðsson ( Hið Aðallega Skrokkaband ) og fleri vini, halda tónleika á skemmtistaðnum ObLaDi ObLaDa, Frakkastíg 8 í Reykjavík.

Kristján Pétur og vinir munu svo til eingöngu flytja lög og texta Kristjáns með nokkrum heiðarlegum undatekningum.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.

3. jan. 2012

ÍVAR HOLLANDERS SÝNIR 7.-8. jan.







ÓÐUR
ÍVAR HOLLANDERS

Laugardaginn 7. janúar klukkan 14.00 mun Ívar Hollanders opna sýninguna ÓÐUR í Populus tremula.
Á sýningunni verða mínimalísk innsetningarverk.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. jan. kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.