23. jan. 2012

ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON SÝNIR 28.-29. JAN.







Laugardaginn 28. janúar kl. 14.00 mun Þrándur Þórarinsson opna málverkasýningu í Pop­ulus Tremula.

Á sýningunni verða ný olíumálverk. Þrándur Þórarinsson er fæddur 1978. Hann stundaði nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands og sitthvort árið í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og málaradeild Listaháskóla Íslands.

Þrándur sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum þjóðernisrómantíkur, barokks og endurreisnar.

Þetta er sjötta einka­sýning Þrándar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir verk sín, sem að þessu sinni eru til sölu.

Einnig opið sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.