ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON SÝNIR 28.-29. JAN.
Laugardaginn 28. janúar kl. 14.00 mun Þrándur Þórarinsson opna málverkasýningu í Populus Tremula.
Á sýningunni verða ný olíumálverk. Þrándur Þórarinsson er fæddur 1978. Hann stundaði nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands og sitthvort árið í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og málaradeild Listaháskóla Íslands.
Þrándur sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslendingasögurnar undir áhrifum þjóðernisrómantíkur, barokks og endurreisnar.
Þetta er sjötta einkasýning Þrándar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir verk sín, sem að þessu sinni eru til sölu.
Einnig opið sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home