24. jún. 2009

ÞAGNARFREYJA KRISTJÁNS PÉTURS



Nú er nýhafin sýningin Freyjumyndir.
Populusmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson tekur þátt í sýningunni ogstaðsetti sína Freyju fyrir utan gluggann á Populus tremula eins og myndirnar sýna.

Sjá nánar á Populus panodil (krækja hér til hægri á síðunni)

22. jún. 2009

BÓKMENNTAKVÖLD RUNDFUNK 26.6.


BÓKMENNTAKVÖLD RUNDFUNK 26.6.

Föstudaginn 26. júní kl. 22:00 verður haldinn RUNDFUNK kvöldlestur ásamt dj Mikka svanga í Populus Tremula.

Eigið efni lesa Jóna Hlíf, Gunnar M. G. og Þórgnýr Inguson en einnig koma fram Ingar Björn Davíðsson og Michael Boudreau sem munu fara með fornar rímur í bland við nútímakveðskap úr Vesturheimi.

Húsið verður opnað kl. 21:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir

15. jún. 2009

GUÐRÚN PÁLÍNA | 20.6.






GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Portrett
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna PORTRETT í Populus Tremula.

Verkin á sýningunni vinnur Guðrún Pálína út frá fjórum einstaklingum sem allir eiga sama afmælisdag og rýnir m.a. í stjörnukort þeirra.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. júní kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

PORTRETT GUÐRÚNAR PÁLÍNU ER SÍÐASTA MYNDLISTARSÝNING STARFSÁRSINS.

12. jún. 2009

ARNAR TRYGGVASON SÝNIR Í JV GALLERY






ARNAR TRYGGVASON SÝNIR Í JV GALLERY

Laugardaginn 13. júní kl. 15:00 opnar Populusfélaginn Arnar Tryggvason myndlistarsýningu í JV Gallery (Listagilinu).

Þetta er þriðja einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Sýningin verður svo opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13:00 - 18:00 fram til 28. júní.

---

Arnar Tryggvason er fæddur á Akureyri 1971. Hann útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 1995 sem grafískur hönnuður. Þetta er þriðja einkasýning Arnars auk þess sem hann hefur tekið þátt í tveimur samsýningum.

Verkin á sýningunni eru klippimyndir, sem Arnar setur saman úr aragrúa ljósmynda sem hann hefur tekið. Arnar sækir búta úr ljósmyndum héðan og þaðan og raðar saman upp á nýtt, mótar nýtt landslag. Og þrátt fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um.

5. jún. 2009

SKROKKABANDIÐ og MOGADON | 12.6.






Föstudagskvöldið 12. júní kl. 22:00 verða haldnir tónleikar í Populus tremula.
Fram koma hljómsveitirnar Skrokkabandið og Mogadon sem eru gestum Populus að góðu kunnar enda góðkunningjar hér á ferðinni.

Þetta verða síðustu tónlekar hússins fyrir sumarlokun.

Húsið verður opnað kl. 21:30 | AÐGANGUR ÓKEYPIS | Malpokar leyfðir