12. jún. 2009

ARNAR TRYGGVASON SÝNIR Í JV GALLERY






ARNAR TRYGGVASON SÝNIR Í JV GALLERY

Laugardaginn 13. júní kl. 15:00 opnar Populusfélaginn Arnar Tryggvason myndlistarsýningu í JV Gallery (Listagilinu).

Þetta er þriðja einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Sýningin verður svo opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13:00 - 18:00 fram til 28. júní.

---

Arnar Tryggvason er fæddur á Akureyri 1971. Hann útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 1995 sem grafískur hönnuður. Þetta er þriðja einkasýning Arnars auk þess sem hann hefur tekið þátt í tveimur samsýningum.

Verkin á sýningunni eru klippimyndir, sem Arnar setur saman úr aragrúa ljósmynda sem hann hefur tekið. Arnar sækir búta úr ljósmyndum héðan og þaðan og raðar saman upp á nýtt, mótar nýtt landslag. Og þrátt fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um.