17. apr. 2009

LÍKAMI SÁLAR | 25.4.







LÍKAMI SÁLAR
Harpa Örvarsdóttir sýnir í Populus tremula
25. og 26. apríl 2009

Laugardaginn 25. apríl kl. 14:00 mun Harpa Örvarsdóttir opna myndlistarsýninguna Líkami sálar í Populus Tremula.

Harpa, sem er listmenntuð frá VMA, Emily Carr University og Kwantlen University í Vancouver B.C, sýnir að þessu sinni teikningar af nöktum líkömum sem unnar eru á gler.

Um sýninguna segir Harpa: „Á sýningunni, sem ber heitið „Líkami sálar“, eru teikningar af nöktum líkömum sem unnar eru á gler. Myndirnar eiga að minna fólk á sjálft sig því það er endalaust hægt að bæta línum við teikninguna til að fullkomna hana rétt eins og að vinna í sjálfum sér og verða betri og fallegri manneskja. Við erum líka hverar línu virði þótt við séum ekki í gullinsniðinu.“

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 26. apríl kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi