16. mar. 2009

ÓLAFUR SVEINSSSON 45 | 21.-22. marsÓLAFUR SVEINSSSON 45 | 21.-22. mars
MYNDLISTARSÝNING


Laugardaginn 21. mars kl. 14:00 mun Ólafur Sveinsson opna myndlistarsýninguna 45 í Populus Tremula.

Verkin á sýningunni, 45 talsins, eru teikningar, málverk, tréristur og nokkur tilbrigði við tímann (blönduð tækni við veggklukkur).

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 22. mars frá 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi.