6. mar. 2009

JORIS RADEMAKER | 14.-15. marsSAM-SPIL
JORIS RADEMAKER | 14.-15. mars
MYNDLISTARSÝNING OG BÓK

Laugardaginn 14. mars kl. 14:00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýningu í Populus Tremula. Sýnd verða ný spaghettí/sprey-verk á pappír.

Jafnframt gefur Populus tremula út bókina SAM-SPIL með hugleiðingum Jorisar um samspil orðs og línuteikningar.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. mars frá 14:00-17:00 | Aðeins þessi eina helgi.