1. des. 2008

ÉG TRÚI Á TRÉ | 6. DES.


ÉG TRÚI Á TRÉ
Emma Agneta Björgvinsdóttir
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna myndlistar­sýningu í Populus Tremula.

Sýningin ber yfirskriftina ÉG TRÚI Á TRÉ og er lokaverkefni Emmu af myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í expressioniskum stíl.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.