21. okt. 2008

FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS | 24. okt.


FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS | 24. okt.

Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.

Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.

Húsið verður opnað kl. 20:00 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir – Bækur til sölu