20. okt. 2008

MYNDIR & KVÆÐI | 25.okt.


MYNDIR & KVÆÐI
ljósmyndasýning og ljóðabók
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula.

Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.

Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.

Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.

Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.