24. nóv. 2008

TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA | 29. NÓV.






TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA
Myndlistarsýning og bókarútgáfa
KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00 mun Kristján Pétur Sigurðsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Sýningin ber yfirskriftina TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA og samanstendur af tré- og dúkþrykkjum þar sem leikið er á, við og með nokkur tákn klassískrar tónfræði.

Sama dag gefur Populus Tremula út bók Kristjáns Péturs TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA.

Við opnun mun Haraldur Davíðsson flytja nokkur tóndæmi.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 30. nóvember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.