1. des. 2008

GRÉTA KRISTÍN, FÓSTURVÍSUR | 5. DES.


FÓSTURVÍSUR
Gréta Kristín Ómarsdóttir
BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA

Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus tremula.

Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, FÓSTURVÍSUR, sem kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.

FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu – gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og hljómplata útgáfunnar.

Húsið verður opnað kl. 20:00. – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir