22. des. 2008

JÓLAKVEÐJA


Populus tremula færir menningarvitum til sjávar og sveita hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Jafnframt þökkum við öllum þeim sem sýnt hafa starfsemi félagsins velvilja; með menningarframlagi og þátttöku í viðburðum, með því að sækja viðburði í Populus tremula eða með því að styrkja félagið með einum eða öðrum hætti. Án ykkar væri Populus tremula ekki svipur hjá sjón.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

Aðalsteinn Svanur, Arnar, Atli, Bárður, Guðmundur Egill, Hjálmar Stefán, Konni, Kristján Pétur og Sigurður Heiðar