PÁSKARNIR 2009 | 11.-13. APRÍL
PÁSKARNIR 2009 | 11.-13. APRÍL
RAFVIRKI 1 2 3
Opnun laugardaginn 11. apríl kl.14:00
BIRGIR SIGURÐSSON
Laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.
Með sýningunni tengir rafvirkinn og myndlistarmaðurnn fortíð og nútíð. Efniviðurinn er fenginn úr ýmsum áttum og mörgum listformum blandað saman. Dansverk, ljósskúlptúrar, innsetning, reglugerðarupplestur og ljóðaupplestur. Dansgjörningur á opnun.
Sýningin verður einnig opin á páskadag og annan í páskum kl. 14:00-17:00
---
TÓNLEIKAR
Mánudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00
JOHAN PIRIBAUER
Johan Piribauer söngvari, lagahöfundur og alþýðurokkari frá Lapplandi heldur tónleika í Populus Tremula að kvöldi annars í páskum. Ásamt honum koma fram Gabriel Liljenström fiðluleikari og söngkonan Maud Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands.
Johan hefur gefið úr fimm hljómplötur síðan 1995 og hefur flutt tónlist sína víða um heim við góðan orðstýr og frábæra dóma.
Auk tónleikanna í Populus koma þau fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og í Kaffi Hljómalind í Reykjavík.
Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir
AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM ÁSTÆÐUM FÉLLU ÞESSIR TÓNLEIKAR NIÐUR.
<< Home