14. apr. 2009

MEIRA ROKK EN VANALEGA | 17.4.09
Föstudagskvöldið 17. apríl kl. 21:00 verða haldnir rokktónleikar í Populus Tremula.

Fram koma hljómsveitirnar Endrum, Chino, Iblis og Provoke. Hér gefst hressandi tækifæri til að taka púlsinn á því sem ungir rokkarar á Akureyri eru að fást við – rokkarar framtíðarinnar. Að þessu sinni verður jafnvel MEIRA ROKK EN VANALEGA!

Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar ekki leyfðir