4. maí 2009

SKEMMTIKVÖLD MEÐ ÁSPRENTI STÍL










Laugardagskvöldið 2. maí hélt Populus tremula lokað skemmtikvöld fyrir starfsfólk Ásprents Stíls.

Með þessu vildu félagsmenn í Populus þakka Ásprenti Stíl með sínum hætti fyrir ómetanlegan stuðning fyrirtækisins við starfsemi Populus tremula frá upphaf, haustið 2004.

Stuðningur Ásprents Stíls hefur skipt sköpum fyrir sarfið í Populus og kynningu á henni og verður ekki nógsamlega þakkað fyrir þann hlýja hug sem að baki liggur.

Á skemmtikvöldinu komu allir félagsmenn fram og fluttu fjölbreytta tónlist, ýmist einir eða í ýmsum útfærslum af hljómsveit hússins.

Mætng var afbragðsgóð og gerður góður rómur að dagskránni.

Svo skemmtilega vildi til að sjálfur Papa Populus (SHJ) átti afmæli þennan dag og afhentu populingar honum gjöf af því tilefni.
Myndirnar tóku Kristján Pétur og Ingi Þór Tryggvason.

TAKK FYRIR OKKUR!