27. maí 2013

Samnorrænt verkefni 29. og 30. maí

Nýr norrænn stjörnuhiminn
Samnorrænt verkefni


Miðvikudaginn 29. maí kl. 16.00 opnar sýning nemenda úr 4. og 7. bekk Giljaskóla, Nýr norrænn stjörnuhiminn í Populus tremula (í kjallara Listasafnsins á Akureyri). 


Hvetjum sem flesta til þess að koma og upplifa nýjan norrænan stjörnuhiminn sem nemendur frá Danmörku, Svíþjóð og Íslandi hafa skapað saman.


Sýningin verður einnig opin fimmtudaginn 30. maí frá kl. 16.00-18.00 (báða dagana).

21. maí 2013

Katherine Pickering sýnir | 25.-26. maí






Parts of a Waterfall as Seen at Night

Laugardaginn 25. maí kl. 14.00 opnar Katherine Pickering myndlistarsýninguna Parts of a Waterfall as Seen at Night í Populus tremula

Katherine er fædd í Montreal í Quebec en býr nú í Vernon í Bresku Kólumbíu. Hún dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins. Í málverkum sínum kannar listakonan tengsl myrkurs og abstraktsjónar við upplifun okkar á stöðum. 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 26 maí frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

13. maí 2013

Þórdís Árnadóttir sýnir 18.-19. maí






Laugardaginn 18. maí kl. 14.00 opnar Þórdís Árnadóttir myndlistarsýningu í Populus tremula. Um verkin á sýningunni segir listakonan: „Þessi myndverk mín eru óður til lífsins, baráttu birtu og jafnvægis til að vera ríkjandi. Líkt og púsluspil þar sem hvert brot á sér vísan stað svo að heildarmynd stöðugleika verði náð.“


Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 19. maí frá kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.

6. maí 2013

High-fi Gjörningur í Populus tremula 11. maí





Laugardaginn 11. apríl kl. 15.00 verður gjörningurinn High-fi sýndur í Populus tremula

Egill Logi Jónasson (89), Hekla Björt Helgadóttir (85) og Þorgils Gíslason (83) hafa undanfarið leigt saman vinnustofuna Krónikk á Akureyri. Í kjölfar óhóflegrar eyðslu á tíma og orku saman hefur þríeikið ákveðið að afhjúpa fyrstu samvinnu sína: Gjörninginn High-fi, sem fer fram laugardaginn 11. maí í Populus tremula. 

Gjörningurinn hefst klukkan 15.00 að staðartíma og tekur enda klukkan 17:00. 

Allir áhugasamir eru há-velkomnir. Aðeins þessi eina sýning.