30. maí 2011
23. maí 2011
HEATHER PASSMORE | 28.-29. maí
FORM LETTERS
HEATHER PASSMORE
myndlistarsýning
28. og 29. maí 2011
Laugardaginn 28. maí kl. 14:00 opnar kanadíska listakonan Heather Passmore sýninguna Form Letters í Populus Tremula.
Verkin á þessari sýningu eru unnin úr höfnunarbréfum sem Passmore hefur fengið á listferlinum og umbreytir í kraftmikil listaverk.
Listakonan dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir og sýnir nú einnig verkið Knitting Mural á VeggVerk.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
16. maí 2011
HJÖRDÍS FRÍMANN SÝNIR | 21.-22. maí
Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 opnar Hjördís Frímann sýningu í Populus Tremula.
Hjördís er myndlistarmaður og leikskólakennari, fædd og búsett á Akureyri.
Á þessari sýningu eru fígúratíf málverk með fortíðarþrá, ásamt völdum köflum úr eldri verkum sem prentuð eru á striga.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 22. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
9. maí 2011
HARALDUR INGI sýnir 14.-15. maí
COD HEAD 7
HARALDUR INGI HARALDSSON
14.-15. maí
Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 opnar Haraldur Ingi Haraldsson sýninguna COD HEAD 7 í Populus tremula.
Haraldur Ingi er myndlistarmaður og sagnfræðingur. Hann hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis og gefið út bækur og tímarit með myndlist, ljóðlist og sögum. Haraldur Ingi var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 15. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
2. maí 2011
RAGNAR HÓLM | sýning 7.-8. maí
BIRTAN Á FJÖLLUNUM
Ragnar Hólm sýnir vatnslitamyndir í Populus tremula
Laugardaginn 7. maí kl. 14:00 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamyndum í Populus tremula.
Meginstef myndanna er ljós og skuggar í náttúru Eyjafjarðar þótt leikurinn með ljósið berist víðar.
Þetta er önnur einkasýning Ragnars.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.