HJÖRDÍS FRÍMANN SÝNIR | 21.-22. maí






Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 opnar Hjördís Frímann sýningu í Populus Tremula.
Hjördís er myndlistarmaður og leikskólakennari, fædd og búsett á Akureyri.
Á þessari sýningu eru fígúratíf málverk með fortíðarþrá, ásamt völdum köflum úr eldri verkum sem prentuð eru á striga.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 22. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home