18. apr. 2011

BIRGIR SIGURÐSSON SÝNIR UM PÁSKANAÁ skírdag, 21. apríl, kl. 14:00 opnar Birgir Sigurðsson rafvirki og myndlistarmaður, sýninguna LÍFIÐ vs LÍFIÐ í Populus tremula.

Sýningin er ljósinnsetning þar sem við sögu koma þríhjól og flúrperur.

Birgir býður gestum í ferðalag með samspili þessara ólíku hluta.

Sýningin verður opin alla páskana. Aðeins þessi eina helgi.

Myndirnar tók Kristján Pétur Sigurðsson, bróðir listamannsins og hirðljósmyndari Populussamsteypunnar.