21. feb. 2011

VERUND ENDURVINNSLA FM2H08VERUND ENDURVINNSLA FM2H08

Föstudaginn 25. febrúar kl 17:00 opnar sýning í Populus tremula á vegum 1. og 2. árs nema Fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri. Allt á sýningunni er unnið úr hlutum sem venjulegt fólk myndi kalla rusl eða drasl, og er afurð úr endurvinnsluáfanga undir leiðsögn lista­konunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. febrúar kl. 14:00-17:00.

Aðeins þessa helgi. Léttar veitingar.